Púlsinn – Fagsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 2019



Sýnikennsla
Nokkrir þekktustu knapar landsins verða með sýnikennslu sem tengist þjálfun kynbótahrossa.

Stóðhestakynning 
Sex stóðhestar verða kynntir á öllum gangtegundum og fyrir helstu kosti byggingar. Þeir verða sýndir þar sem slökun og afköst skiptast á í 15 mínútur. Útfæslan á kynningu hvers stóðhests verður að öðru leyti í höndum knapans og umráðamanns.
Hestarnir verða að vera 1.verðlaunahestar bæði fyrir byggingu og hæfileika.
Áhugasamir um þátttöku hafi samband við Sigrík Jónsson í síma 893 7970 eða hesteyri@hotmail.com. Valið verður úr umsækjendum. Frestur til að sækja um er 31.janúar.

Áhersluraddir
Valinkunnir aðilar, sem tengjast ræktun íslenska hestsins, munu segja frá áhersluatriðum sem þeir leggja til grundvallar við þá tengingu.